Hvar er Heydalur

Heydalur er í Mjóafirði mitt á milli Hólmavíkur og Ísafjarðar. Þegar ekið er frá Hólmavík er farið yfir brúna yfir Mjóafjörð og síðan beygt til vinstri inn Mjóafjörð, þaðan eru 12 km inn í Heydal.
Á veturna geta Þröskuldar, Steingrímsfjarðarheiði og Vatnsfjarðarhálsinn verið farartálmar.

GPS — N65. 50.626 W022°40.706

Vatnsfjördur
– 19 km –

Vatnsfjördur and its archeological site with ancient viking ruins

Reykjanes
– 20 km –

Swimming-pool, hotel and a salt factory to visit.

Litli Baer
– 60 km –

Historical turf farmstead in Northwest Iceland.

Súdavík
– 120 km –

The Artic fox museum.

Drangajökull
– 100 km –

Iceland's northernmost and lowest lying glacier.

Hólmavík
– 120 km –

The Witchcraft museum.

Ísafjörður
– 130 km –

Capital city of the Westfjords.

Áhugaverðir skoðunarstaðir í nágrenni hótelsins.

Pálmalundur Pálma og Hjallalundur er minningarlundur um Pálma Gíslason fyrrum formann Ungmennafélag Íslands og einn af eigendum Galtahryggs og Heydals. Pálmi var mikill umhverfissinni og áhugamaður um skógrækt, fiskirækt og náttúruskoðun.
Lundurinn er staðsettur fyrir ofan veginn skammt utan við bæinn hjá Gýgjusteini sem Elínus, fyrrum bóndi í Heydal, taldi margra mannhæða háan. Þegar Stella Guðmundsdóttir, kona Pálma, varð 60 ára færðu nemendur Hjallaskóla henni 500 skógarplöntur. Pálmi hafði valið lundinn til gróðursetningar áður en hann féll frá. Ýmsir góðir vinir hafa gróðursett í lundinn í minningu Pálma.

Þrándur, tröllið okkar, sést greinilega  stuttu eftir að beygt er inn á Veginn inn Mjóafjörð. Hann dagaði uppi eftir að hafa yfirgefið skip og afla í fjörunni.

Vatnsfjörður ca. 19 km frá Heydal. Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp er einn af merkustu sögustöðum landsins og  var stórbýli og höfðingjasetur um langa hríð höfuðból Vatnsfirðinga. Undanfarin ár hafa farið fram umfangsmiklar fornleifarannsóknir í Vatnsfirði og frá árinu 2005 hefur verið starfræktur þar alþjóðlegur fornleifaskóli samhliða uppgreftrinum. Elstu mannvistarleifar sem fundist hafa í Vatnsfirði eru frá 10 öld og má þar sjá minjaheild sem samanstendur af skála, smiðju og öðrum útihúsum. Margir góðir gripir hafa fundist við rannsóknina, þar á meðal er gullnisti - en mjög sjaldgæft er að finna gull frá víkingatíma hér á landi.  
Líklegt er talið að kirkja hafi staðið hér frá um 1100. Núverandi steinsteypt kirkja, teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni var reist 1911 – 1912. Margir merkir munir úr kirkjunni eru varðveittir á Þjóðminjasafni.
Af merkum ábúendum má nefna Þorbjörgu digru, systur Kjartans Ólafssonar og konu Vermundar mjóva. Hún sá til þess að Grettir héldi lífi eftir að hann hafði verið handtekinn og til stóð að hengja hann, Þorvald Vatnsfirðing Snorrason (d. 1228) sem drap merkismanninn, Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri í Arnarfirði, Björn Jórsalafara sem um 1400 ferðaðist til Jerúsalem, Kristínu dóttur hans sem þótti mikill skörungur og var móðir Björns hirðstjóra Þorleifssonar sem Englendingar drápu á Rifi, sr. Hjalta Þorsteinsson (d. 1745), fjölhæfan listamann en eftir hann liggja ýmsar altaristöflur, trélistaverk og myndir af ýmsum merkum samtíðarmönnum.
Þegar fornleifafræðingar eru að störfum segja þeir gjarnan frá staðnum.

Reykjanes ca. 20 km frá Heydal Sundlaug, ferðaþjónusta og gamall héraðsskóli.

Saltverk í Reykjanesi

Kaldalón ca.. 100 km frá Heydal Áhugavert er að ganga inn að Drangajökli.
Seleyri Minnismerki um Sigvalda Kaldalóns, lækni og tónskáld, sem bjó í Ármúla.

Hólmavík ca. 110 km frá Heydal Galdrasýning segir frá þjóðtrú og sögu 17.aldar. Þar má kynnast uppvakningum, tilberum, nábrókum og fleiri spennandi fyrirbærum. Einnig er skýrt frá galdrabrennum og refsingum. Opnunartími frá 1.06 til 15.09 frá 10 – 18. Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Klúka í Bjarnafirði ca. 110 km frá Heydal Kotbýli kuklarans á Klúku sýnir hvernig lægstu stéttir landsins bjuggu, hugarheim þeirra og til hvaða ráða gripið var í lífsbaráttunni.  
Gvendarlaug hins góða.

Sauðfjársetur í Sævangi. Þar er fjallað um sauðfjárbúskap fyrr og nú. Safnið er opið 1.06 til 31.08 frá kl. 10 – 18.

Drangsnes – Grímsey á Steingrímsfirði Pottaþyrping við sæ – stærsta lundabyggð á Íslandi.Siglingar með leiðsögn út í eyna frá Drangsnesi.

Vigur, Hesteyri, Æðey og Grunnavík, skipulagðar ferðir frá Ísafirði og Bolungarvík.

Ögur, fornt stórbýli og höfðingjasetur. Kirkju er þar getið í kirknatali Páls Jónssonar. Núverandi kirkja var reist 1859. Merkir munir úr henni eru varðveittir á Þjóðminjasafni. Þekktustu ábúendur eru Magnús prúði Jónsson, sýslumaður og sonur hans Ari Magnússon, sýslumaður, sem lét drepa skipreka Baska 1615.

Litlibær í Skötufirði ca. 60 km frá Heydal Bygging frá 1895. Tvær fjölskyldur bjuggu í bæ sem var aðeins 3,9 x 7,4 m². Þjóðminjasafn Íslands sá um endurbyggingu. Leiðsögn frá Hvítanesi yfir vetrarmánuðina. Safnið er opið frá 15.05 – 15.09 alla daga vikunnar.
Þar er upplagt að stoppa og fá sér kaffi og nýbakaðar vöfflur
Hvítanes einstakur staður til selaskoðunar.

Raggagarður í Súðavík ca.119 km frá Heydal. Skemmtilegur fjölskyldugarður sem hefur það hlutverk að efla útiveru og hreyfingu og stuðla að ánægjulegri samveru foreldra og barna. Garðurinn er reistur til minningar um Ragnar Frey Vestfjörð sem lést 17 ára gamall í bílslysi í Súðavík 2001.

Melrakkasetur í Súðavík.
Safnið, sem mun vera eina refasafnið í heiminum, er til húsa í elsta húsi Súðavíkur, Eyrardalsbænum. Því er áhugavert að skoða bæði hús og safn.Veitingasala í Rebbakaffi. Ísafjörður hefur verið í byggð frá landnámsöld. Í Neðsta kaupstað eru fjögur friðlýst hús frá tímum danskra verslunarfélaga og munu vera elsta húsaþyrping á landinu frá 18. öld. Sjóminjasafn er í gamla pakkhúsinu. Faktorshúsið minnir á veru norskra kaupmanna, gamla sjúkrahúsið núverandi bókasafn ein fegursta bygging landsins teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, Edinborgarhúsið. Götur með húsum frá 19.öld og byrjun 20.aldar segja frá merkri sögu Ísafjarðar. Altaristaflan í kirkjunni, snilldarhugmynd Ólafar Nordal er einstök upplifun. Merkir stjórnmála og athafnamenn eiga rætur sínar hér. Ein besta höfn landsins frá náttúrunnar hendi enda átti Ísafjörður stóran þátt í að nútímavæða Ísland.

Ósvör – verbúðir og útræði sem líkast því sem var á tímum árabátaútgerðar.
Umhverfi

Heydalur er 6 km langur dalur sem gengur inn úr Mjóafirði. Um hann liðast Heydalsá. Munnmælasögur herma að í dalnum hafi búið 12 bændur og einn klerkur. Þekkt eru ein sjö bæjarnöfn. Byggingarlag tveggja bæjarrústa sem fundist hafa í Heydal  þ. e. Kirkjubóls og Brennistaða benda til að þær séu frá fyrir 1100. Fjölbreytilegur gróður og kjarr er í dalnum. Á leið inn dalinn má finna plöntuskilti sem greina frá plöntum sem á vegi verða lækningamátt þeirra og fleira. Alls eru í dalnum um 112 plöntutegundir auk grastegunda. Sjaldgæfasta plantan er skógelfting. Í dalnum eru um 10 gil. Stórfenglegust eru Bæjargilið og gilið innst í farvegi Þverár, sem er þverá sem rennur í Heydalsá. Þar eru berggangarnir mjög sýnilegir en berggangar myndast þegar kvika storknar í sprungum og eru því yngri en bergið í kring. Berggangarnir dragast svo saman frá grannberginu þegar þeir kólna og standa sem sjálfstæðir drangar. Í ánni eru skemmtilegir hylir og smáfossar. Síðsumars má sjá lax og sjóbirting á leið upp ána. Innst í farvegi Þverár eru margir smáfossar hver upp af öðrum, einskonar fossastigi ,sem áin hefur sorfið í mishörð lög, blágrýtislög og gjóskulög á víxl. Í árfarvegi Heydalsár, áður en hún sameinast Þverá, er sérkennileg stuðlabergsbrú. Enn ein tegund af berggangi í þetta sinn lárrétt.
Á vorin er fjölbreytt fuglalíf. Krían er hávær í varplandi sínu við ströndina. Konungur fuglanna, örninn, er á sveimi og verpir öðru hverju í nágenninu. Straumendur synda á ánni, lómur í firðinum og himbrimi á vötnum. Lóan syngur sitt dirrindi og rjúpa, þröstur, sólskríkja og fleiri smáfuglar hreiðra um sig í kjarri og vötnum. Fálki og smyrill eru skammt undan. Finna má spjöld, með fuglum dalsins, staðsett á viðeigandi stöðum.
Í góðu veðri er freistandi að leggja land undir fót og ganga yfir í nágrannabyggðir. Sjá nánar um gönguleiðir. Reiðtúr inn í dalinn býður upp á gróðursæla náttúru og djúpa kyrrð. Unaðslegt er að róa á spegilsléttum sjónum og upplifa töframátt Drangajökuls sem gnæfir fannhvítur norðan fjarðarins. Eftir erfiði dagsins er gott að láta líða úr sér í heitri laug. Inni í dalnum er mikil grænmetisrækt. Þykir mörgum ótrúlegt að slíkt sé gerlegt á þessum slóðum. Á haustin er í berjaárum mikil berjaspretta, krökkt er af bláberjum, aðalbláberjum, aðalberjum og krækiberjum. Víða hefur verið hugað að skógrækt og hafa þegar verið gróðursettar yfir 100 þúsund skógarplöntur.