Vertu velkomin í friðsældina og kyrrðina í Ævintýradalnum Heydal.
Fjölskyldu og náttúruvæn ferðaþjónusta.
Ljúffengar veitingar úr heimabyggð, notaleg gisting, ósnortin náttúra og fjölbreytt afþreying.
Gestgjafar eru Stella Guðmundsdóttir, Gísli Pálmason og Lóa Hrönn Harðardóttir.
Umhverfis- og sjálfbærnistefna Heydals
Umhverfis- og sjálfbærnistefnan okkar skilgreinir helstu áherslur í sjálfbærni og
endurspeglar viðleitni okkar að byggja upp ferðaþjónustu í sátt við náttúru, umhverfi og samfélag.
Stefnan er tengd við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.