Velkomin í Heydal

Sveitahótel - Veitingar -Tjaldsvæði - Afþreying

Vertu velkomin í friðsældina og kyrrðina í Ævintýradalnum Heydal.
Fjölskyldu og náttúruvæn ferðaþjónusta.
Ljúffengar veitingar úr heimabyggð að eigin vali, notaleg gisting, ósnortin náttúra og fjölbreytt afþreying.
Gestgjafar eru Stella Guðmundsdóttir, Gísli Pálmason og Lóa Hrönn Harðardóttir. 

Njóta náttúrunnar á kajak

Viltu kynnast náttúrunni og landinu á nýjan hátt? Viltu eiga frábært ævintýri með góðum vinum eða kynnast nýju fólki? Viltu stinga af og njóta einstakrar náttúrufegurðar Vestfjarða? Hefur þig dreymt um að róa á spegilsléttum sjó innan um seli og sjófugla. Nú er tækifærið! Komdu vestur í Ísafjarðardjúp á kajaknámskeið með Veigu Grétarsdóttur hringfara.

http://veiga.is/2021/01/09/kayakmanskeid-2021/