Veitingar
Veitingar eru bornar fram samkvæmt matseðli frá kl 11.30 – kl 15 og frá kl 18 - kl 22 í gömlu hlöðunni, sem breytt hefur verið í veitingasal. Við matseldina er lögð áhersla á hráefni úr heimabyggð, heimaræktað grænmeti, villisveppir og bláber  úr dalnum, heimaalinn bleikja, lax á haustin, kjöt og lundi úr nágrenninu, svo eitthvað sé nefnt.
Boðið er upp á hópmatseðla.
Páfagaukurinn okkar, hann Kobbi, sér um að skemmta gestum.

 


 

Morgunverðarhlaðborð með heimabökuðu brauði og sultum, osti, grænmeti, ávöxtum, gröfnum silungi, síld, eggjaböku og bacon, mjólkurafuðum og morgunkorni.

2100 ISK á mann. Hálft gjald fyrir yngri en 12 ára og frítt fyrir yngri en 6 ára.

Skoðið matseðilinn !