Velkomin!

Veitingar

Veitingastaður. Veitingar eru bornar fram samkvæmt matseðli frá kl 12:00 –14:30 og frá kl 19:00 - 21:00 í gömlu hlöðunni, sem breytt hefur verið í veitingasal. Við matseldina er lögð áhersla á hráefni úr heimabyggð. Má þar nefna heimaræktað grænmeti, villisveppi og bláber úr dalnum, nýveidda bleikju, lax á haustin og kjöt og lunda úr nágrenninu.
Boðið er upp á hópmatseðla.
Páfagaukurinn okkar, hann Kobbi, sér um að skemmta gestum.

Morgunverðarhlaðborð. Heimabakað brauð, heimagerðar sultur, ostar, grænmeti, ávextir, grafinn og reyktur Heydalssilungur, síld, eggjabaka og beikon, mjólkurafurðir og morgunkorn.

Verð 2800 kr. á mann. Hálft gjald fyrir yngri en 12 ára og frítt fyrir börn yngri en 6 ára.

Skoðið matseðilinn!