Sundlaug, heitir pottar og náttúrulaug. Tvívegis hefur verið borað eftir heitu vatni með góðum árangri í Heydal.
Sundlaug og heitur pottur í gamla fjárhúsinu. Fjárhúsi var breytt í gróðurhús með suðrænum gróðri og þar er sundlaug og heitur pottur. Þar eru ræktuð kirsuber, epli, perur, jarðaber, hindber og plómur svo eitthvað sé nefnt. Þar má einnig finna vínvið, heslihnetutré jog kryddjurtir af ýmus tagi. Ávextirnir eru notaðir í sultugerð fyrir hótelið.
Útipottar. Fyrir utan gróðurhúsið eru tveir pottar, unnir úr fjörugrjóti og skeljasandi. Sjávarbarið grjót var flutt úr fjöru, steypt í botninn og fyllt með hvítum sjávarsandi.
Náttúrulaug á Galtarhrygg. Sagt er að Guðmundur góði hafi vígt hana. Sögusagnir herma að fólk með ýmsa krankleika hafi talið laugarbað í Galtarhryggslaug veita sér bót meina.
Vinsamlegast athugið að öll dvöl og notkun á heitum pottum og sundlaug er á eigin ábyrgð. Gætið sérstaklega að yngri börnum sem aðeins mega vera á sundlaugarsvæðinu í fylgd fullorðinna.
Verð 2025
Fullorðnir 1500 kr.
7-15 ára 500 kr.
Aðgangur er innifalinn fyrir hótel- og tjaldgesti.